Hrós á KSÍ

Ég verð að hrósa KSÍ fyrir að ÞORA að dæma þessa leikmenn í eins árs bann en ég sé samt á heimasíðu KSÍ http://www.ksi.is/mot/aga-og-urskurdarnefnd/urskurdir/?dags=28.07.2009 aðeins annan leikmanninn og þar að auki stendur að það sé aðeins tímabundið. Fyrirliði liðsins fékk aðeins eins leiksbann þrátt fyrir að vera maðurinn á bakvið upptökin á þessu.

 Mér finnst að KSÍ hefði átt að stíga skrefið til fulls og vísa liðinu alfarið úr keppni. En við skulum bara bíða eftir næsta leik, ég þori að veðja að það gerist eitthvað þar líka.


mbl.is Tveir leikmenn í 12 mánaða keppnisbann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Guðmundur, ég minnist þess að hafa lesið blogg frá þér þar sem Afríka spilaði við Árborg. Þar sagðist þú sem áhorfandi hafa tilkynnt atvikið til KSÍ. Nú er þér það algjörlega í sjálfsvald sett hverjum þú sendir bréf, en ég vona að dómstóll KSÍ láti slík bréf ekki hafa áhrif á ákvarðanir sínar. Þú sem íþróttafræðingur ættir að vita að dómstóllinn á að taka tillit til skýrslu dómara og síðan geta þeir jú skoðað kvikmyndaefni frá fjölmiðlum.

Hugsaðu þér ef áhorfendur sem oft halda með öðru liðinu færu að skrifa til dómstóls KSÍ og lýsa meintum atvikum og síðan ætti dómstóllinn að taka tillit til slíkra athugasemda. Bréf gæti byrjað svona:

Háttvirtur dómstóll KSÍ. Í gærkvöldi fór fram leikur.....gegn..... Sonur minn spilaði þennan leik og ....

Þetta gæti orðið mjög skrautlegar uppákomur.

 Guðmundur. Það er ljóst að þetta lið Afríku er vægast sagt í ójafnvægi og framkoma einstakra leikmanna út úr korti. Í fréttum hefur komið fram að tveir leikmenn hafi verið dæmdir í 12 mánaða keppnisbann, en ég man að minnsta kosti eftir einum slíkum dómi áður. Auðvitað á að taka hart á svona atvikum.

Hitt er svo annað mál að lið Árborgar hef ég heyrt af afar góðu og vona að þeim gangi vel í framtíðinni.

Sigurður Þorsteinsson, 28.7.2009 kl. 19:50

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Bjarni þú ættir að skammast þín fyrir þetta blogg. Hvet þig Guðmundur til þess að eyða því. Kynþáttafordómar af verstu sort!

Sigurður Þorsteinsson, 28.7.2009 kl. 19:52

3 identicon

Ánægður með að KSÍ skuli taka alvarlega á þessum leikmönnum, þó ég hefði ekkert séð að því að vísa liðinu sjálfu úr keppni þar sem þetta er of algengt hjá þessu liði.

Kristján (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 20:04

4 identicon

KSÍ er ekki að gera neinum greiða með þessum dómi. Þetta lið hefur ekkert að gera í deild á vegum KSÍ, ef þeir væru að spila í utandeild væri búið að vísa þeim úr keppni fyrir löngu síðan. Ég hef séð alla 3 leiki Árborgar og Afríku í sumar og þeir hafa verið hver öðrum verri. Markmaðurinn hjá þeim á heima bak við lás og slá. Þeir reyna eins og þeir geta að snúa útúr öllum kommentum með því að rjúka upp og kalla menn rasista og þaðan af verra, ég var kallaður rasisti, nasisti og mömmu minni og allri fjölskyldu hótað limlestingum og lífláti af markmanninum fyrir það eitt að biðja um hornspyrnu! Eftir leikinn beið hann eftir mér og einum öðrum áhorfanda og þurftu liðsfélagar hans að halda aftur af honum hann var svo æstur.

En það er vonandi að það sem maður er að heyra útundan sér um keppnisleyfi þeirra sé rétt, það er að það verði ekki endurnýjað næsta vor.

Og Adrian Smári Ukason er búinn að sitja af sér bannið sem hann fékk fyrir líkamsárásina gegn Árna Pál, s.s. hann er fyrr kominn til baka en Árni.

Már (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 20:20

5 Smámynd: Guðmundur Sveinn Hafþórsson

Sæll Sigurður og takk fyrir málefnalega færslu

 Ég er algjörlega sammála þér með að KSÍ getur ekki tekið bréf frá mér og dæmt eftir því. Hinsvegar eins og ég sagði í færslunni um líkamsárásina þá hafði ég samband við KSÍ strax og sagði frá atburðum með það að leiðarljósi að menn fari og rannsaki það sem fram fór í leiknum. Nú veit ég ekki hvað KSÍ gerði í því að skoða það mál sem kom upp í þeim leik en það er alveg á hreinu að það að sparka niður leikmann, fá rautt spjald og sparka þá aftur í hann þegar hann er liggjandi og fá aðeins 2 leikja bann er algjör hneisa.

 Markmaður Afríku kýldi leikmann fyrr á tímabilinu og hlaut 2 mánaðarbann, hvernig er þá hægt að réttlæta það að sparka í liggjandi mann og fá bara 2 leikja bann. Hvort dómari leiksins hafi sagt almennilega frá veit ég ekki en hann stóð við leikmanninn og hugsanlega hefur hann ekki þorað að tilkynna þetta. Leikmaðurinn sem var sparkað í er enn frá og mun ekki spila í það minnsta í viku í viðbót.

 Því miður hefur það sýnt sig að vissir leikmenn Afríku eiga ekki heima á knattspyrnuvellinum og því miður er það bara þannig að KSÍ hefur verið að setja þá í stutt bönn og ávallt koma upp fleiri og fleiri atvik. Ég hlakka því til að sjá hvað gerist í næsta leik þeirra og á ég von á því fylgst verði með því.

Það eru sumir leikmenn liðsins virkilega góðir og gætu vel spjarað sig í hærri deild en þeir eru í. Afríka hefur bara því miður látið skapið stjórna sér og því fer sem fer, í neðsta sæti deildarinnar, búnir að spila 15 leiki á tímabilinu í deild og bikar og búnir að fá 38 gul spjöld og 9 rauð... ÞAÐ SEGIR SITT.

 Með kveðju

Gummi Haff

Guðmundur Sveinn Hafþórsson, 28.7.2009 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Sveinn Hafþórsson

Höfundur

Guðmundur Sveinn Hafþórsson
Guðmundur Sveinn Hafþórsson

Íþróttafræðingur sem hefur ákveðnar skoðanir á hlutunum

Spurt er

Hefur þú prófað Jen Fe orkudrykkinn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband