Hvað gerir KSÍ núna

Eins og ég bloggaði um í síðustu viku þá er þetta ekkert í fyrsta skipti sem þetta lið lætur til skarar skríða. ÉG skora á ykkur að lesa síðasta innlegg mitt þar sem leikmaður Afríku gerist sekur um grófa líkamsárás í leik og fékk 2 leikja bann!!!

 Það er til skammar að þetta lið sé að spila í Íslenskri knattspyrnu, því miður.


mbl.is Dómari fékk hnefann í andlitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dómgæslan var einnig til háborinnar skammar. Afríka komst yfir og dómarinn var greinilega ekki sáttur við það þannig að hann fiffaði þetta bara!!!

María (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 09:16

2 identicon

Þannig að léleg dómgæsla réttlætir líkamsárásir og ofbeldi... Ertu að segja það?

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 09:22

3 Smámynd: Guðmundur Sveinn Hafþórsson

Þetta sýnir bara hvað þú veist lítið um knattspyrnu María. Það er bara búið að vera þannig að ef Afríka lendir í því að fá lélega dómgæslu þá er það bara fordómar ALLTAF og leikmenn eru ALLTAF með fordóma gegn Afríku.

 Liðið er með frambærilega leikmenn og ef þeir gætu bara hegðað sér og einbeitt sér að því að spila knattspyrnu en ekki fara í það að vera með kjaft og leiðindi við dómara og áhorfendur þá væru þeir sennilega að standa sig ágætlega í deildinni

Guðmundur Sveinn Hafþórsson, 28.7.2009 kl. 09:25

4 Smámynd: Egill Óskarsson

María, hvernig 'fiffar' dómari sex mörk? Leikurinn fór 1-6 fyrir Ými (sem er nota bene efsta liðið í riðlinum og því varla skrýtið að þeir vinni það langslakasta). Það má eitthvað mikið hafa gengið á til þess að það sé dómaranum að kenna.

En jafnvel þó svo hefði verið þá réttlætir það ekki ofbeldi.

Egill Óskarsson, 28.7.2009 kl. 09:59

5 identicon

Það heyrist nú úr öllum áttum að eina úrræði KSÍ sé að vísa liðinu úr keppni.  Hef heyrt þetta oftar en einu sinni að vandræðagangur fylgi þessu liði einhverra  hluta vegna.  Menn læra ekki nema þeim verði vísað úr keppni

Baldur (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 10:07

6 identicon

Ég er ekki að réttlæta ofbeldi, bara að benda vinsamlega á að það vantar heilmikið upp á söguna. Ég er heldur ekki að segja að Ýmir hefði ekki átt að vinna leikinn. Þeir eru betra lið, það er ekki spurning. Það hefði bara verið allt í lagi að sömu reglur giltu um bæði lið og Ýmismenn þannig fengið að gera þetta sjálfir frá upphafi til enda.

Sem dæmi má nefna að þeir fengu tvö mörk upp úr rangstöðu og annað þegar  sóknarmaður braut á varnarmanni og ekkert var dæmt. 1-3 hefði ég verið sátt við.

María (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 11:21

7 identicon

Afríkuliðið er farið að minna mig á Leoncie. Það má ekkert gera eða segja, þá eru bara allir rasistar. Þar að auki er mér bara alveg rassgat sama um þeirra hlið á málinu. Ef þú kýlir dómara, eða einhvern anna, þá áttu þér enga málsvörn.

Sammála þér Guðmundur, þetta lið er smánarblettur á íslenskri knattspyrnu.

Jón Flón (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 11:42

8 identicon

Algerlega sammála Guðmundi Sveini. Og María, varst þú á leiknum? Þetta eru frekar asnaleg dæmi sem þú ert að taka fram. Ýmir var bara betri aðilinn í þessum leik og þeir hefðu átt að vinna þennan leik með tveggja stafa tölu, svo er víst.

En samt sem áður er þetta leiðinlegt fyrir lið Afríku, þar sem að þeir eru búnir að haga sér óvenju vel í leikjum sínum í sumar, en þeir eru búnir að vera á síðasta séns lengi, getur ekki neitt annað verið en að þeir verði reknir úr deildinni. Að ráðast á dómara leiksins, þrátt fyrir að þeir telja að hann hafi dæmt rangt, það bara réttlætir það ekkert. Þeir kýldu einnig markmann Ýmis sem reyndi að stoppa átökin, þetta er bara alger rugl að fólk hagi sér svona í fótbolta. Dómarinn þurfti meira að segja að hlaupa í burtu frá þeim! 

Ég (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 14:08

9 identicon

Alveg sama hvort menn eru hvítir svartir múllar eða grjón. Þetta á ekki að líðast á knattspyrnuvelli.

Bens (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Sveinn Hafþórsson

Höfundur

Guðmundur Sveinn Hafþórsson
Guðmundur Sveinn Hafþórsson

Íþróttafræðingur sem hefur ákveðnar skoðanir á hlutunum

Spurt er

Hefur þú prófað Jen Fe orkudrykkinn
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband