Ég er hreinlega ekki að skilja hversvegna þessi maður er landsliðsþjálfari. Mér finnst hann hreinlega ekki standa undir væntingum. Hann talar oftar en ekki um að svona æfingaleikir séu tilvaldir til að skoða leikmenn en samt sem áður gerði hann ekki nema heilar 4 skiptingar í leiknum og þar af voru það 2 leikmenn sem hafa spilað þó nokkra leiki með landsliðinu og svo fékk Garðar heilar 8 mínútur og Atli Viðar 4 mínútur... HVERNIG ER HÆGT AÐ ÆTLAST TIL ÞESS AÐ MENN GETI SÝNT SIG OG SANNAÐ Á ÞEIM TÍMA.
Annað sem ég skil ekki og það er kannski ástæða þess að ég er ekki landsliðsþjálfari en hvernig stendur á því að Pálmi Rafn sé hvað eftir annað að fá tækifæri (Fyrirgefðu Pálmi þetta er ekki persónulegt) en því miður er það bara þannig að við eigum betri leikmenn en Pálma. Hvernig stendur á því að leikmaður Coventry Aron Einar sem er hvað eftir annað hrósað af blaðamönnum í Bretlandi og sagt að hann eigi eftir að vera stórnafn í ensku úrvalsdeildinni að hann er bara varamaður hjá Íslenska liðinu. Það sást greinilega í kvöld hvað þessi strákur getur breytt gangi leiks. Hann átti frábæra spretti og á klárlega að vera í liðinu.
Eins skildi ég ekki alveg valið á Ólafi Inga í byrjunarlið, hann sá ekki neitt í leiknum sökum þess að hann var að reyna að vera fallegur á velli með sitt síða hár sem var alltaf að flækjast fyrir andlitinu á honum. Vissulega baráttuglaður strákur en fannst hann ekki ná sér á strik í sendingum og hugsun á velli.
Emil Hallfreðson átti ekki sinn besta leik og getur mun meira en hann sýndi í kvöld, tók illa á móti bolta, átti slakar sendingar en hann er klárlega okkar maður á vinstri vængnum, þarf bara að taka sig aðeins til í andlitinu og koma inn keppnisskapinu og sýna að hann er þess virði að spila í alvöru liði.
Ég var ánægður með framlag Eiðs Smára, hann var duglegur og var að reyna, hann datt reyndar nokkrum sinnum í það að pirra sig á dómurum og reyndi í eitt sinn að kenna aðstoðardómara hvernig ætti að vera á línunni. En heilt yfir fínn leikur hjá honum, því miður fyrir hann að aðrir leikmenn eru ekki að spila í sama klassa og hann.
Mér fannst vörnin standa sig vel, Sölvi og Kristján stóðu sig virkilega vel, set spurningarmerki við markið sem við fengum á okkur þar sem miðjan opnaðist en góðir annars.
Indriði og Grétar voru fínir og sókndjarfir eins og bakverðir eiga að vera og verður Óli að halda þeim inni. ÉG VILL EKKI FÁ BJARNA ÓLAF Í BAKVÖRÐINN.
Heiðar Helguson var ágætur, þarf að nýta færin betur, hrikalegt að ná ekki að klára færið á 6.mínútu leiksins en hann var eins og áður segir ágætur.
Ég vill sjá breytingar fyrir Noregsleikinn, ég myndi vilja sjá vörnina með Hermann inni og Sölvi á bekkinn, annars eins
Miðjan á að vera Eggert Gunnþór, Brynjar og Aron
Kantar Veigar Páll á hægri og Emil vinstri
Eiður fyrir framan miðjuna og Heiðar frammi
En þetta er bara mín skoðun